Vinstri grænir fyrirmynd norrænna vinstriflokka?

Sænska síðdegisblaðið Aftonbladet skrifar í leiðara í dag, mánudaginn 23 febrúar, að vinstriflokkum á Norðurlöndum væri hollt að líta til Vintri grænna á Íslandi, sem hafa afneitað óheftum kapítalisma og hyggi á velferðarmódel eftir klassísku, skandinavísku sniði. Það má greina hjá leiðarahöfundinum, Åsa Petersen, nokkurn nostalgíutón, og sennilegt að henni finnist öldin önnur og nýkapítalískari en var í Svíþjóð.

Annars geta þeir, sem vilja, nálgast leiðarann eftir þessari slóð:

http://www.aftonbladet.se/ledare/internationellt/article4478973.ab


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband