Hvað er átt við?

Í umræðu um efnahagsmál hér á landi er mikilvægt að fjölmiðlar vandi sig við fréttaflutninginn.

Hér grunar mig að eitthvað hafi skolast til málfarslega hjá blaðamanni. Það er einatt talað um tugmilljónir, t.d. tugmilljóna skuldir. Það er nokkuð viðráðanleg stærð, sem getur verið einhvers staðar á bilinu 20-90 milljónir.

Milljónatuga skuldir getur aftur á móti verið einkar stjarnfræðilega há upphæð, ákaflega óljós og utan skynsemismarka. Orðið milljónatugur er því orðskrípi sem vönduð blaðamennska getur ekki byggst á.

Hvað þurfa smábátasjómenn mikið til að halda sér á floti?


mbl.is Sitja uppi með milljónatuga skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Þörf athugasemd Jakob.  En því miður eru íslenskir blaðamenn yfirleitt málsóðar.  Velkominn heim.  Hér verða menn að venjast subbuskapnum, án þess þó að aðlagast honum, jafnt á þessu sviði sem öðrum.

Pjetur Hafstein Lárusson, 21.3.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband