Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Forkastanlegt málfar!

Hér er skrifað um alvarlegt mál. Háalvarlegt. Samt tekst blaðamanni að skrifa fréttina á svo klúðurslegu máli að þessi hörmulega frétt verður nánast hlægileg. Ég tek að öllu leyti undir gagnrýni Arnórs Baldvinssonar og leyfi mér að bæta einu atriði við:
Að tala um að "25% allra stúlkna í landinu seldar í hjónaband áður en þær fagna 15 ára afmæli sínu" er beinlínis niðurlægjandi í garð þeirra stúlkna sem í hlut eiga. Ég á erfitt með að hugsa mér að þær "fagni" afmæli sínu. Hér hefði verið meira viðeigandi að skrifa "áður en þær ná 15 ára aldri".
Er til of mikils mælst að blaðamenn Morgunblaðsins læri - og skrifi - á skiljanlegu máli, í samræmi við efni og innihald fréttar?
mbl.is Hjónabandið varð 13 ára stúlku að aldurtila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er átt við?

Í umræðu um efnahagsmál hér á landi er mikilvægt að fjölmiðlar vandi sig við fréttaflutninginn.

Hér grunar mig að eitthvað hafi skolast til málfarslega hjá blaðamanni. Það er einatt talað um tugmilljónir, t.d. tugmilljóna skuldir. Það er nokkuð viðráðanleg stærð, sem getur verið einhvers staðar á bilinu 20-90 milljónir.

Milljónatuga skuldir getur aftur á móti verið einkar stjarnfræðilega há upphæð, ákaflega óljós og utan skynsemismarka. Orðið milljónatugur er því orðskrípi sem vönduð blaðamennska getur ekki byggst á.

Hvað þurfa smábátasjómenn mikið til að halda sér á floti?


mbl.is Sitja uppi með milljónatuga skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband