Færsluflokkur: Mannréttindi

Hagsmunir barna verða að vera í fyrirrúmi!

Það verður að vera metnaðarmál allra borgarfulltrúa, að hagsmunir barna verði ekki bornir fyrir borð, hvernig svo sem fjárhagsvandi Reykjavíkurborgar vegna kreppunnar verður leystur.

Það á að vera skýlaus krafa að í upphafi skuli endirinn skoðaður, þegar kemur að tillögum um niðurskurð í skólastarfi og skert fjármagn til leikskóla. Menntunar- og uppeldisvægi þessara stofnana samfélagsins er trúlega besta vörnin gegn langvarandi áhrifum kreppunnar á okkur, mannfólkið. Það skýtur einnig skökku við að spara á þeim vettvangi þar sem launin eru lægst og varla hægt að auka hagkvæmni í rekstri án þess að brotin séu lög eða bitni á börnunum.

Það er lágkúrumerki á þeirri pólítík sem ekki hefur hagsmuni barna að leiðarljósi!


mbl.is Segja niðurskurð bitna á börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brotið á börnum eftir skilnað

Hér er á ferðinni brýnt mannréttindmál! Það er óþolandi að brotið sé kerfisbundið á börnum og feðrum þeirra. Hér þarf að koma til mun sterkari virðing og tillit til sjónarmiðs barna og velferðar þeirra, jafnframt því sem sjónarmiðið að báðir foreldrar taki ábyrgð á velferð barna sinna verður að vera sterkara.

Ég vek hér athygli á bloggi Sigurðar Hauks Gíslasonar um sömu frétt.

Svo geta þeir sem vilja, gúglað á hugtakið PAS - Parental Alienation Syndrom, sem bandaríski sálfræðingurinn Richard Gardner hefur skrifað um í nokkrum bókum.


mbl.is Skilnaður skaðar börnin til langs tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband