Myndin sem sigraði!

Þetta voru skemmtileg úrslit - Viltu vinna milljarð? vann Óskarinn sem mynd ársins. Ég vísa til þess sem ég skrifaði um myndina í síðustu viku, og hvet sem fyrr alla til að sjá þessa mynd, sem er skörp ádeila á hið stéttskipta samfélag afþreyingar samtímans.

Þá var ekki síður gaman að sean Penn skyldi hljóta Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Harvey Milk. Þá mynd sá ég í síðustu viku, en hún er sýnd í Háskólabíói. Penn vinnur ákaflega vel úr vel skrifuðu hlutverki Harvey Milk, hommanum sem sneri almenningsálitinu við í San Fransisco í átt til aukins umburðarlyndis og jafnréttis.

Það er nauðsynlegt að hampa slíkum myndum, sem vísa til aukins umburðarlyndis og jafnréttis.


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvort sem Viltu vinna Milljarð ? er nógu "skörp" eður ei, þá beinir hún sjónum heimsins að fátæktinni og stéttaskiptingunni á Indlandi.  Síðan er sagan bara svakalega góð -í anda þúsundogeinnarnætur.

Penn er einn allrabesti leikari sem nú er uppi og hlýtur að hafa átt Óskarinn.

Vonandi samt að Mikki Rúrk detti ekki íða aftur eftir vonbrigðin. (Í ljósi þess að kjölturakkinn hans var líka að deyja)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband