Vilhjálmur Egilsson í bullandi afneitun

Hvað er þessi Vilhjálmur Egilsson framkvæmdstjóri Samtaka Atvinnulífisins að vilja uppá dekk? Ég teldi farsælast fyrir þessi ágætu samtök að finna sér annan talsmann, sem geti sagt eitthvað annað um útspil forsætisráðherra en að hún sé að leika sér. Leika sér??? Að hún sé að sverta atvinnufyrirtæki landsins??? Halló!

Hvar er dómgreind Vilhjálms? Þegar talað er um siðleysi fyrirtækja, þá er ekki endilega verið að segja að þau brjóti lög. En framkoma þeirra stingur í stúf við almennt velsæmi, og það færi óneitanlega vel á því að talsmaður Samtaka Atvinnulífsins sýndi að hann kunni með slík hugtök að fara. Auðvitað er ekkert ólöglegt við það að semja um að greiða ekki umsamdar kauphækkanir vegna efnahagsástandsins, það er bara allt í lagi, á meðan samkomulag ríkir um það. En að HB Grandi greiði á sama tíma eigendum sínum arð, það er ekki alveg í samræmi við samkomulagið við launþegana, því þá er verið að gera mun á Jóni og séra Jóni, svo einfalt er það.

Einhver ábyrgur maður innan Samtaka Atvinnulífsins þarf að kenna Vilhjálmi Egilssyni þetta. Lög er eitt, siðferði annað.

Hvað kom svo ekki á daginn? Stjórn HB Granda sá að sér og greiðir einnig út þær launahækkanir sem búið var að semja um. Það þýðir að það er allt í lagi með boðleiðirnar milli forsætisráðherra og atvinnulífsins. Það er bara talsmaður Samtaka Atvinnulífsins sem er í bullandi afneitun.

Touché!


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband