Röksnilld og ráðsnilld

Þessi ökumaður virðist vera í rökfræðilegri ævintýra- og óvissuferð í ranghölum réttarkerfisins. Nokkuð víst að slík ferð endi illa, það er að segja, að hæstvirtur dómari hefji röksnilldina ofan af stalli.

Það minnir á söguna af Jóa gamla, sem lögreglan í plássinu heima stóð að meintum ölvunarakstri og bað hann um að blása í áfengismæli.

- Nei, nei, það get ég hreint ekki! hrópaði Jóhann uppyfir sig, ég er búinn að fara í uppskurð og það vantar í mig annað lungað, svo ef ég verð látinn blása, er allt eins víst að ég dái úr súrefnisskorti og það vill lögreglan hér á staðnum varla hafa á samviskunni.

- Ja, þá verðum við að fara með þig á sjúkrahúsið og láta taka blóðprufu, Jói minn, sögðu lögreglumennirnir. Jói gamli æstist um allan helming!

- Eruð þið ekki með öllum mjalla! Ég er með blæðisýki. Ef þið stingið gat á puttann á mér, þá grær sárið aldrei og mér blæðir hreinlega út. Ekki viljið þið hafa það á samviskunni, drengir?

Lögreglan stóð nokkra stund og hugsaði málið. Svo vildi til að þeir höfðu stöðvað Jóa á malbikaða spottanum, svo þeim datt snjallræði í hug:

- Jói minn, sérðu hvítu miðlínuna hérna á veginum?

- Já, já, ég sé hana alveg.

- Heldurðu að þú getir gengið eftir henni með útréttar hendur?

- Nú eruð þið alveg hreint gengnir af göflunum, strákar. Ég er alltof fullur til þess!


mbl.is Ekki fallist á bjórdrykkju að afloknum akstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Í hvaða stjórnmálaflokki skyldi Jói gamli vera ?  (Hann hlýtur að vera í einhverjum þeirra)

Krossapróf, einhver ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.4.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband