Færsluflokkur: Lífstíll

Spaugið verður að veruleika.

Mikið hló ég dátt að brandaranum í Áramótaskaupinu, þegar ungi maðurinn sá á Facebook að kærastan hans var skilin frá honum. Sár og aumur spurði hann hana, hvort ekki ætti að tala neitt við sig um þetta og kærastan svarar hálf hjárænulega, að hann geti þá "kommentað" á þetta ...

Nýtjáning nútímamannsins. Mér fannst þetta bæði fyndið og skörp greining á tjáningarástandi okkar nútímamanna.

Svo tekur veruleikinn sig til og gerir sér mat úr brandaranum. Enska blaðakonan Laureen Booth reifst heiftarlega við eiginmanninn, Craig Darby, og settist svo við tölvuna og skrapp út á Facebook til að róa taugarnar. Sá þá á sjálfslýsingunni að hún var gift og breytti því snarlega í einstæð. Einhverjir vinir eiginmannsins hittu hann á krá og spurðu útí skilnaðinn og honum varð svo mikið um að hann ók um koll á mótórhjólinu sínu og liggur nú í dái. Laureen er í rusli, að því er sagt er.

Mér finnst veruleikinn ekki næs, að eyðileggja fyrir manni góðan brandara.

Þeir, sem vilja lesa nánar um blaðakonuna og mótórhjólamanninn, geta gert það í sænska síðdegisblaðinu Expressen. Það lýgur aldrei.


Er þetta nokkuð mál?

Mér sýnist maðurinn kominn á þann aldur að það fari að vera sjálfhætt ...
mbl.is Attenborough vill draga úr fólksfjölgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama ræktar garðinn sinn!

Það er gleðilegt að frétta að forseti Bandaríkjanna skuli vera byrjaður að rækta garðinn sinn - í bókstaflegum skilningi. Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustungan í 100 fermetra grænmetisgarði við suðurhlið Hvíta Hússins, en þar á að rækta rúmlega hálft hundrað tegunda grænmetis og ávaxta, auk þess sem tvö býflugnabú verða einnig við garðinn.

Það má einnig lesa um þetta framtak Obama-hjónanna hér í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter.  (Reyndar er það forsetafrúin, Michelle Obama, sem virðist vera garðyrkjumeistarinn. Barack er sjálfsagt upptekinn við að spjalla við geimfara og annað þess konar fólk.)

Það má reyndar skjóta því að hér, að á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna komu fram hugmyndir um að auðvelda fólki hérlendis að rækta garðinn sinn á svipaðan hátt og þau Barack og Michelle og er í raun bráðsnjöll hugmynd fyrir þjóð í kreppu. Nýta garða og opin svæði, byggja ódýr gróðurhús og nýta heita vatnið betur en gert er. Og það sem mest er um vert - nýta mannauðinn og koma sér upp skemmtilegu og nærandi áhugamáli.


mbl.is Obama fær matjurtagarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband