18.2.2009 | 01:34
Samhengi kúgunar og afþreyingar?
Fór í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 17 febrúar, að sjá hina stórmerkilegu mynd Slumdog Millionaire, eða öðru nafni Viltu vinna milljarð? Sögusviðið er fátækrahverfi í Bombay á Indlandi, en söguramminn er hinn vinsæli afþreyingarþáttur Viltu vinna milljarð?, sem virðist hafa verið sýndur í flestum löndum heims.
Aðalpersónan, Jamal, býr við sárustu fátækt og eymd, verður barnungur munaðarlaus og þarf að sjá sjálfum sér farborða ásamt bróður sínum. Hann hefur einn eiginleika sem skilur hann frá öðrum - hann gleymir engu. Líf hans í fátækrahverfinu, skilyrði félagslegrar og efnahagslegrar kúgunar og barátta hans við að halda virðingu sinni þótt hann standi á neðsta þrepi samfélagsstigans er það sem veitir honum svörin við hverri spurningunni á fætur annarri, þegar hann er loks sestur í heita stólinn í sjónvarpsverinu. Þáttastjórnandinn er sleikjulegur náungi og byrjar á því að hæða drenginn unga úr fátækrahverfinu, en eftir því sem honum vegnar betur í keppninni, virðist stjórnandinn einnig skipta um skoðun, en það reynist tálsýn.
Niðurstaða myndarinnar virðist mér vera sú, að forsenda afþreyingar á borð við Viltu vinna milljarð? er einmitt hið stéttskipta samfélag og hið efnhagslega óréttlæti. Hvorugt fær án hins þrifist - sem mætti verða verðugt umhugsunarefni þeim sem stjórna fjölmiðlum hér á landi. Sú afþreying sem viðheldur ráðandi óréttlæti er kannski ekki sú afþreying sem við þörfnumst meðan við erum að koma okkur úr kreppunni?
Það er sterklega gefið í skyn í myndinni með myndskeiðum og sjónarhornum, með öflugri hljóðvinnslu og magnaðri tónlist. En fyrst og fremst er það leikur aðalpersónanna, Jamals, Salim bróður hans og ungu stúlkunnar Latifu sem heillar.
Þetta er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Auk þess er Bollíwood-stemningin í lokin óborganleg.
Aðalpersónan, Jamal, býr við sárustu fátækt og eymd, verður barnungur munaðarlaus og þarf að sjá sjálfum sér farborða ásamt bróður sínum. Hann hefur einn eiginleika sem skilur hann frá öðrum - hann gleymir engu. Líf hans í fátækrahverfinu, skilyrði félagslegrar og efnahagslegrar kúgunar og barátta hans við að halda virðingu sinni þótt hann standi á neðsta þrepi samfélagsstigans er það sem veitir honum svörin við hverri spurningunni á fætur annarri, þegar hann er loks sestur í heita stólinn í sjónvarpsverinu. Þáttastjórnandinn er sleikjulegur náungi og byrjar á því að hæða drenginn unga úr fátækrahverfinu, en eftir því sem honum vegnar betur í keppninni, virðist stjórnandinn einnig skipta um skoðun, en það reynist tálsýn.
Niðurstaða myndarinnar virðist mér vera sú, að forsenda afþreyingar á borð við Viltu vinna milljarð? er einmitt hið stéttskipta samfélag og hið efnhagslega óréttlæti. Hvorugt fær án hins þrifist - sem mætti verða verðugt umhugsunarefni þeim sem stjórna fjölmiðlum hér á landi. Sú afþreying sem viðheldur ráðandi óréttlæti er kannski ekki sú afþreying sem við þörfnumst meðan við erum að koma okkur úr kreppunni?
Það er sterklega gefið í skyn í myndinni með myndskeiðum og sjónarhornum, með öflugri hljóðvinnslu og magnaðri tónlist. En fyrst og fremst er það leikur aðalpersónanna, Jamals, Salim bróður hans og ungu stúlkunnar Latifu sem heillar.
Þetta er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Auk þess er Bollíwood-stemningin í lokin óborganleg.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 23.2.2009 kl. 12:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.