Eitt lítið skjal í blýhólkinn

Það varð nokkuð ljóst fljótlega eftir hrun banka og efnahagskerfis, að hættan væri veruleg að hið ókláraða tónlistarhús umbreyttist í minnisvarða um kreppuna.

Óklárað hús hefði orðið minnisvarði um þá kreppu, sem sligaði okkur. Vitnisburður um kreppuna sem okkur tókst ekki að rísa úr. Leiðsögumenn hefðu bent erlendum ferðamönnum á hið ókláraða tónlistarhús sem sönnun þess að dramb er falli næst og ferðamennirnir hefðu borið þann boðskap áfram út um gervallan heim.

Það er þess vegna gott að ríki og borg hafa tekið ákvörðun um að ljúka byggingu Tónlistarhúss. Sú ákvörðun ber vitni ákveðnum metnaði.

En einu fær ákvörðun ríkis og Reykjavíkurborgar ekki breytt. Tónlistarhúsinu bíða trúlega þau örlög að verða að eilífu minnisvarði um kreppuna. Staðsetning hússins, forsaga byggingarinnar og tengslin við bankakerfi og útrás og svo tæmingin voru einfaldlega atriði þess eðlis að ekki verður hjá því komist að Tónlistarhúsið verður ávallt táknmynd kreppunnar.

En verði Tónlistarhúsið klárað verður það, svo lengi sem það stendur, minnisvarði um kreppuna sem okkur tókst að rísa úr og hefja okkur yfir.

Það mætti jafnvel setja eitt lítið skjal um það í blýhólkinn.


mbl.is Tónlistarhúsið fær grænt ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband