9.4.2010 | 17:07
Forkastanlegt málfar!
Að tala um að "25% allra stúlkna í landinu seldar í hjónaband áður en þær fagna 15 ára afmæli sínu" er beinlínis niðurlægjandi í garð þeirra stúlkna sem í hlut eiga. Ég á erfitt með að hugsa mér að þær "fagni" afmæli sínu. Hér hefði verið meira viðeigandi að skrifa "áður en þær ná 15 ára aldri".
Er til of mikils mælst að blaðamenn Morgunblaðsins læri - og skrifi - á skiljanlegu máli, í samræmi við efni og innihald fréttar?
Hjónabandið varð 13 ára stúlku að aldurtila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2009 | 23:57
Þar féll viðskiptaráðherra af stalli!
Ég hlustaði á útvarpsviðtal við Gylfa viðskiptaráðherra. Embættislegur útskýrði hann að greiðsluverkfall væri "engin lausn", eingöngu "atvinnuefling innheimtumönnum og lögmönnum". Þar hrundi Gylfi af mínum stalli og fékk á sig ómengaðan svip embættismanns, sem greinilega þarf ekki að taka ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.
Mér er til efs að nokkur líti á greiðsluverkfall sem "lausn". Greiðsluverkfall er viðbragð þess fólks, sem vill ekki sjá að fjölskylda þess flosni upp afþví peningar þess fara í að borga afleiðingar útrásarveislu og áhættufjárfestingar. Afleiðingar, sem með réttu er annarra að taka ábyrgð á.
Fjöldi fólks sér fram á verulegan vanda að láta enda ná saman, tryggja samheldni fjölskyldu sinnar, óttast atvinnuleysi - eða er jafnvel þegar orðið atvinnulaust. Örþrifaráð þess sem vill þó reyna að halda höfði og heiðri gagnvart sínum nánustu - því það er eðli greiðsluverkfalls - verður í hálfkæringshætti viðskiptaráðherra að atvinnueflingu lögmanna".
Auðvitað er þetta rétt hjá Gylfa - ef svo fer að stjórnvöld aðhafist ekkert. ef svo fer að engin stjórnmálamaður þori að stjórna og stýra okkur þeim vanda sem bankamenn, áhættufjárfestar og - vel að merkja - embættismenn komu okkur í. En núna vantar okkur sárlega stjórnmálamenn, sem þora að taka af skarið.
Það er skömm af Gylfa viðskiptaráðherra að lyfta fram þessu sjónarhorni þegar fólk sér ekki fram á að geta staðið í skilum af því lánsupphæðir hafa hækkað svo að þúsundir manna fá engum björgum við komið. Það er vonandi að ný stjórn verði skipuð raunverulegum stjórnmálamönnum, sem þora að taka á málum útfrá hagsmunum og tilfinningum almennings.
Útrásin var kannski veisla áhættufjárfestanna, en kreppan er vandi heimilanna - feðra, mæðra og barna þessa lands. Það á að vera það sjónarmið sem ráðherrar hafa.
Furða sig á ummælum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2009 | 10:25
Spaugið verður að veruleika.
Mikið hló ég dátt að brandaranum í Áramótaskaupinu, þegar ungi maðurinn sá á Facebook að kærastan hans var skilin frá honum. Sár og aumur spurði hann hana, hvort ekki ætti að tala neitt við sig um þetta og kærastan svarar hálf hjárænulega, að hann geti þá "kommentað" á þetta ...
Nýtjáning nútímamannsins. Mér fannst þetta bæði fyndið og skörp greining á tjáningarástandi okkar nútímamanna.
Svo tekur veruleikinn sig til og gerir sér mat úr brandaranum. Enska blaðakonan Laureen Booth reifst heiftarlega við eiginmanninn, Craig Darby, og settist svo við tölvuna og skrapp út á Facebook til að róa taugarnar. Sá þá á sjálfslýsingunni að hún var gift og breytti því snarlega í einstæð. Einhverjir vinir eiginmannsins hittu hann á krá og spurðu útí skilnaðinn og honum varð svo mikið um að hann ók um koll á mótórhjólinu sínu og liggur nú í dái. Laureen er í rusli, að því er sagt er.
Mér finnst veruleikinn ekki næs, að eyðileggja fyrir manni góðan brandara.
Þeir, sem vilja lesa nánar um blaðakonuna og mótórhjólamanninn, geta gert það í sænska síðdegisblaðinu Expressen. Það lýgur aldrei.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 20:42
Er þetta nokkuð mál?
Attenborough vill draga úr fólksfjölgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 19:55
Röksnilld og ráðsnilld
Þessi ökumaður virðist vera í rökfræðilegri ævintýra- og óvissuferð í ranghölum réttarkerfisins. Nokkuð víst að slík ferð endi illa, það er að segja, að hæstvirtur dómari hefji röksnilldina ofan af stalli.
Það minnir á söguna af Jóa gamla, sem lögreglan í plássinu heima stóð að meintum ölvunarakstri og bað hann um að blása í áfengismæli.
- Nei, nei, það get ég hreint ekki! hrópaði Jóhann uppyfir sig, ég er búinn að fara í uppskurð og það vantar í mig annað lungað, svo ef ég verð látinn blása, er allt eins víst að ég dái úr súrefnisskorti og það vill lögreglan hér á staðnum varla hafa á samviskunni.
- Ja, þá verðum við að fara með þig á sjúkrahúsið og láta taka blóðprufu, Jói minn, sögðu lögreglumennirnir. Jói gamli æstist um allan helming!
- Eruð þið ekki með öllum mjalla! Ég er með blæðisýki. Ef þið stingið gat á puttann á mér, þá grær sárið aldrei og mér blæðir hreinlega út. Ekki viljið þið hafa það á samviskunni, drengir?
Lögreglan stóð nokkra stund og hugsaði málið. Svo vildi til að þeir höfðu stöðvað Jóa á malbikaða spottanum, svo þeim datt snjallræði í hug:
- Jói minn, sérðu hvítu miðlínuna hérna á veginum?
- Já, já, ég sé hana alveg.
- Heldurðu að þú getir gengið eftir henni með útréttar hendur?
- Nú eruð þið alveg hreint gengnir af göflunum, strákar. Ég er alltof fullur til þess!
Ekki fallist á bjórdrykkju að afloknum akstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 4.4.2009 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2009 | 10:46
Þröngt á krossinum
Á frægum landsfundi sjálfstæðismanna 2009 líkti Davið Oddson sér við Frelsarann og sagðist hafa verið krossfestur. Þá heyrðist Árni Johnsen tauta: "Það fer að verða heldur þröngt um mann ..."
28.3.2009 | 21:59
Dagur til vara!
Efnahagshrunið, örlög grimm,
úrræði Jóhanna kann til svara:
Er nótt við blasir, dökk og dimm,
er Dagur hafður, rétt til vara.
Dagur nýr varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009 | 21:43
Íslenska efnahagsundrið (líkan)
Íslenska efnahagsundrið (líkan)
Herra forsætis, Haarde,
tók handfylli sína af gögnum
og horfði dulráðum augum
á útkomu og tölur:
51 x 19 + 18 - 102
Frá kredit till debet
virðist drjúgur spölur!
Sé eignadreifingu
í lágmarki haldið
er mín hugmynd sú
að halli á ríkisbókhaldið.
Herra forsætis, Haarde,
tók handfylli sína af gögnum
og búsáhaldabyltinguna
bar að, sem sagði:
Herra forsætis? Haarde??
Aldrei meir! Aldrei meir!
28.3.2009 | 05:53
Afsakanir, já!
Geir að sjentilmanna sið
Sjálfstæðis talaði á fundi:
Ágætu félagar! Afsakið!
Eitthvað var það, sem hrundi.
Heilsaði flokknum, en hélt svo á brott
meðan hnípin þjóðin stundi.
27.3.2009 | 00:12
Allir að afsaka ...
Allir að afsaka, betur og meir
svo enginn verði af fréttum galinn
Mogginn og X og auðvitað Geir,
ærnar, kýrnar, þjóðin og smalinn.
Afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |