Færsluflokkur: Menning og listir
31.3.2009 | 10:46
Þröngt á krossinum
Á frægum landsfundi sjálfstæðismanna 2009 líkti Davið Oddson sér við Frelsarann og sagðist hafa verið krossfestur. Þá heyrðist Árni Johnsen tauta: "Það fer að verða heldur þröngt um mann ..."
28.3.2009 | 21:59
Dagur til vara!
Efnahagshrunið, örlög grimm,
úrræði Jóhanna kann til svara:
Er nótt við blasir, dökk og dimm,
er Dagur hafður, rétt til vara.
Dagur nýr varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 15:47
Framsækin stefna í menningarmálum
Þetta er hið besta mál og ber vitni framsýni ríkisstjórnarinnar hvað sem aðstæðum í samfélaginu líður að öðru leyti. Með því að laða til landsins erlenda kvikmyndaframleiðendur er sannanlega verið að auka gjaldeyristekjur og bæta orðspor Íslands á vettvangi kvikmyndaiðnaðar.
Eitt mætti reyndar setja að skilyrði, en það er að íslensk kvikmyndagerðarfyrirtæki og íslenskir aðilar skuli koma að endurgreiðsluhæfum verkefnum. Þá yrði þetta væntanlega til eflingar íslenskri kvikmyndagerð einnig. Vissulega er hún stöndug, hvort sem litið er til hennar sem list- eða iðngreinar, en miðað við þá vaxtasprota sem má greina í íslenskri kvikmyndagerð er sjálfsagt að auka möguleika þeirra á samvinnu við erlenda aðila. Það er góð leið til að auka þekkingu hér á landi.
Auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 12:51
Myndin sem sigraði!
Þetta voru skemmtileg úrslit - Viltu vinna milljarð? vann Óskarinn sem mynd ársins. Ég vísa til þess sem ég skrifaði um myndina í síðustu viku, og hvet sem fyrr alla til að sjá þessa mynd, sem er skörp ádeila á hið stéttskipta samfélag afþreyingar samtímans.
Þá var ekki síður gaman að sean Penn skyldi hljóta Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Harvey Milk. Þá mynd sá ég í síðustu viku, en hún er sýnd í Háskólabíói. Penn vinnur ákaflega vel úr vel skrifuðu hlutverki Harvey Milk, hommanum sem sneri almenningsálitinu við í San Fransisco í átt til aukins umburðarlyndis og jafnréttis.
Það er nauðsynlegt að hampa slíkum myndum, sem vísa til aukins umburðarlyndis og jafnréttis.
Viltu vinna milljarð? sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 20:22
Menning er aflhvati samfélags
Þetta er hárrétt stefna hjá stjórnvöldum, að fjárfesta í menningarmálum eins og nýju Tónlistarhúsi, til að koma okkur hraðar úr kreppunni. Tónlistarhúsið veitir ekki einasta atvinnutækifæri meðan á byggingu stendur (fyrir nú utan að gæta þess að glutra ekki niður því sem þegar hefur veirð gert), heldur á starfsemi þess frá því það verður opnað, eftir að skapa fjölda atvinnutækifæra, beint og óbeint.
Það er margsýnt að fjárfesting í menningarmannvirkjum og menningarstarfsemi skilar margföldum ágóða til samfélagsins í formi beinna og óbeinna tekna. Evrópskar rannsóknir benda til þess að hver króna sem veitt er til menningarmála skilar fimm aftur i þjóðarbúið innan tilskilins tíma, sem yfirleitt er talinn vera 5-10 ár.
Þetta bendir til þess að Tónlistarhúsið gæti innan tíðar skilað tekjum sem nema allt að 65 milljörðum króna - og er þá bara talinn fjárfestingarkostnaðurinn!
Svo ekki sé minnst á þá jákvæðu strauma sem bygging og starfsemi Tónlistarhúss á eftir að verða fyrir þjóðina alla.
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 14:47
Eitt lítið skjal í blýhólkinn
Það varð nokkuð ljóst fljótlega eftir hrun banka og efnahagskerfis, að hættan væri veruleg að hið ókláraða tónlistarhús umbreyttist í minnisvarða um kreppuna.
Óklárað hús hefði orðið minnisvarði um þá kreppu, sem sligaði okkur. Vitnisburður um kreppuna sem okkur tókst ekki að rísa úr. Leiðsögumenn hefðu bent erlendum ferðamönnum á hið ókláraða tónlistarhús sem sönnun þess að dramb er falli næst og ferðamennirnir hefðu borið þann boðskap áfram út um gervallan heim.
Það er þess vegna gott að ríki og borg hafa tekið ákvörðun um að ljúka byggingu Tónlistarhúss. Sú ákvörðun ber vitni ákveðnum metnaði.
En einu fær ákvörðun ríkis og Reykjavíkurborgar ekki breytt. Tónlistarhúsinu bíða trúlega þau örlög að verða að eilífu minnisvarði um kreppuna. Staðsetning hússins, forsaga byggingarinnar og tengslin við bankakerfi og útrás og svo tæmingin voru einfaldlega atriði þess eðlis að ekki verður hjá því komist að Tónlistarhúsið verður ávallt táknmynd kreppunnar.
En verði Tónlistarhúsið klárað verður það, svo lengi sem það stendur, minnisvarði um kreppuna sem okkur tókst að rísa úr og hefja okkur yfir.
Það mætti jafnvel setja eitt lítið skjal um það í blýhólkinn.
Tónlistarhúsið fær grænt ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)